Algengar spurningar
Hér eru nokkur svör við algengum spurningum. Listinn er ekki tæmandi og við reynum að uppfæra eins oft og þurfa þykir.
Hvaða þjónustu bjóðið þið upp á?
Við aðstoðum fyrirtæki við að innleiða árangursríkar lausnir fyrir aldurs- og auðkennisstýringu á aldurstakmörkuðum vörum, þannig að þau uppfylli lagakröfur og verndi ungmenni.
Hvernig má hafa samband við ykkur?
Fyrir fyrirspurnir hvetjum við þig til að fylla út reyðublaðið á heimasíðunni okkar, senda okkur tölvupóst eða hringja í okkur á opnunartíma. Neðst á síðunni má finna símanúmer og netföng.
Eru þjónusturnar ykkar sérsniðnar?
Já, við sérsníðum nálgun okkar að þörfum hvers og eins viðskiptavinar til að tryggja persónulega og markvissa þjónustu sem mætir þeirra kröfum.
Hvaða svæði þjónustið þið?
Við erum fyrst og fremst á Höfuðborgarsvæðinu. Það þýðir þó ekki að við séum ófær um að sinna landsbyggðinni og erum alltaf tilbúin til þess að taka samtalið um það.
Eru huldurnar ykkar "undir aldri"?
Nei, við notumst ekki við tálbeitur, það þykir siðferðislega ekki rétt og erum við sammála því. Huldurnar okkar hafa því allar nýlega náð löglegum aldri til kaupa líkt og gert bæði austan- og vestanhafs.
.png)