top of page

Framkvæmd

Huldur (Mystery Shoppers)

Huldur sem framkvæma heimsóknir eru venjulegt ungt fólk á aldrinum 18-24 ára en siðferðisleg sjónarmið mæla gegn því að heimsóknir séu framkvæmdar af einstaklingum sem eru undir aldri í hverjum flokki.  Við vinnum eftir ríkjandi U25 sjónarmiði sem þekkt er í löndunum í kringum okkur sem gengur út á það að spyrja ætti einstakling undir 25 ára um skilríki.  Við skiptum þó huldunum í tvo flokka eftir því hvaða vörur eiga í hlut.

18-20 ára:  Tóbak, nikótínvörur, fjárhættuspil

20-24 ára: Áfengi

Heimsóknin

1. skref: Huldurnar koma almennt inn í verslunina á handahófskendum tímum. Það er þó einfallt mál að skoða ákveðna tíma sé þess óskað.

2. skref: Huldurnar óska eftir þeirri vöru eða vörum sem um ræðir í hverju sinni frá afgreiðslufólki.  Áður en vara er skönnuð ætti að spyrja viðkomandi huldu um skilríki og það er því á þeim tímapunkti sem heimsóknin stendur eða fellur.  Huldur sýna skilríki sýn sé þess óskað.  Þessu skrefi lýkur þegar afgreiðslufólk hefur skannað vöruna og óskað eftir greiðslu.

Hvað gerist svo og hvað verður um vöruna?

3. skref: Þegar kemur að sölunni sjálfri er farin önnur af tveimur viðurkendum leiðum:

  1. Greiðlsla á bið (pending payment) er sú leið sem við helst mælum með.  Þá óskar starfsmaður eftir greiðslu eða hún sett í posa en huldan getur ekki greitt (ekki heimild, ekki með pening).

  2. Vörusala (Purchase of products) er önnur leið þar sem varan er raunveruleg keypt í lok heimsóknar.

Ef leið tvö er valin þarf að hugsa til enda hvar varan endar.  Í flestum tilvikum er samið um skil á vörunni.  Í öllu falli er reynt að varan endi ekki hjá huldunni, sama hvort um neytanda er að ræða eða ekki.

Vefsala og afhending

Vefverslanir hafa ýmsar leiðir til þess að koma í veg fyrir sölu til þeirra sem ekki hafa náð tilteknum aldri, t.d. með rafrænum skilríkjum.  Slíkt er þó auðvitað hægt að misnota rétt eins og falsanir skilríkja eða notkun korta sem ekki eru í eigu einstaklingsins sem kaupir.

Það er þó hinsvegar í afhendingarkeðjuni sem málin fara helst að flækjast.  

  • Er verið að afhenda réttum aðila?

  • Er sá sem tekur á móti vörunni með aldur til þess að taka á móti henni?

Í áfengislögum segir: "Yngri mönnum en 20 ára má ekki selja, veita eða afhenda áfengi með nokkrum hætti."  Enn fremur segir í lögum um tóbaksvarnir: "Tóbak má hvorki selja né afhenda einstaklingum yngri en 18 ára." Hið sama gildir um vörur sem innihalda nikótín.

Við setjum því upp sérstaka framkvæmd þegar kemur að vefverslun og afhendingu og hvetjum við áhugasama til þess að hafa samband við okkur vegna þess.

bottom of page