top of page

Aðgengi frá 15 ára aldri

  • Writer: 2019 ehf
    2019 ehf
  • Oct 30, 2025
  • 2 min read

Updated: Nov 29, 2025

Við settumst niður og náðum smá spjalli við Bjarka sem er 21 árs neytandi nikótínpúða. Hann sagði okkur aðeins frá reynslu sinni af kaupum á vörunni með tilliti til skilríkja eftirlits.


Bjarki byrjaði að nota nikótínpúða á 16. aldursári, eða um svipað leiti og hann hóf nám í menntaskóla. "Ég prófaði þetta fyrst hjá félaga mínum og fannst þetta bara gott strax" segir Bjarki og bætir við að hann hafi keypt fystu dósina sama dag.

Fékk aðra til þess að kaupa til að byrja með


"Þar sem ég bjó í smábæ þá var pínu erfitt að kaupa dósir" segir Bjarki aðspurður að því hvernig það hafi verið að nálgast vöruna sökum aldurs. "Það þekkja ´nottla´ allir alla þarna þannig að það vissu allir hvað ég var gamall en ég gat beðið skólafélaga að kaupa fyrir mig. Ég gat keypt á einum stað þar ef vinkona mín var í vinnu"


Ekkert mál í bænum


Bjarki á stóran hóp náina ættingja og vina á Höfuðborgarsvæðinu og ferðir þangar því alltaf verið tíðar. Við spurðum Bjarka hvort auðveldara hafi verið að nálgast vöruna á öðru svæði en heima?


"Já það var allt öðruvísi. Keypti þetta bara sjálfur þar, það var ekkert mál" segir Bjarki sem þó vil ekki meina að hann sé sérstaklega fullorðinslegur. En varstu þá aldrei spurður um skilríki spyrjum við? "Held ég hafi kannski verið spurður tvisvar síðan ég byrjaði að kaupa". 15 ára? "Já, eða alveg að verða 16" segir Bjarki.


Auðveldast í búðum og bensínstöðvum


Við spurðum Bjarka hvort honum finndist auðveldara að kaupa á einhvejum stöðum frekar en öðrum? "Ekkert endilega. Hef samt bara verið spurður í svona búðum sem selja bara svona drasl þannig að ég kaupi bara frekar í venjulegum búðum, það er ekkert mál" segir Bjarki og bætir við: "Líka eftir að ég fékk bílpróf þá var auðvitað ´ideal´ að kaupa þegar maður tók bensín. Það er heldur ekkert mál."



Eye-level view of a vision board filled with inspiring images and words
Bjarki segir frá upplifun af skilríkjaeftirliti (Mynd: Unsplash)

Hvað finnst Bjarka um það að hafa svona sjaldan verið beðinn um skilríki?


"Það var auðvitað bara mjög cool að geta keypt án þess að vera 18 þú veist. Ég meina, það var fínt fyrir mig og vini mína og þannig" segir Bjarki. "Núna skiptir þetta ´nottla´ engu máli", er orðinn 20 sko"

 
 
 

Comments


Commenting on this post isn't available anymore. Contact the site owner for more info.
bottom of page