Forvörn sem virkar
- Better Business

- Aug 14, 2025
- 1 min read
Updated: 1 day ago
Sala á aldurstakmörkuðum vörum eins og áfengi, tóbaki og nikótínvörum fylgir mikil ábyrgð. Fyrirtæki sem sinna alduseftirliti markvisst eru ekki einungis að uppfylla lagalegar kröfur heldur er þau eru að byggja upp sterkara, öruggara og faglegra rekstrarumhverfi sem skilar sér beint í betri árangri.
Meiri árangur með skýru ferli
Reynslan sýnir að þegar alduseftirlit er innleitt sem samfelldur og mælanlegur hluti af starfseminni, eykst árangur verulega. Gott dæmi er íslenskt fyrirtæki sem hóf verkefnið með aðeins 35% tíðni í því að starfsfólk óskaði eftir skilríkjum, en náði 90% tíðni eftir þessa markvissu eftirfylgni. Slíkur árangur næst ekki fyrir tilviljun – hann er afrakstur kerfisbundinnar nálgunar.
Forvarnir sem virka
Virkt alduseftirlit er ein áhrifaríkasta forvörnin gegn ólöglegri sölu til ólögráða. Það dregur úr áhættu fyrir fyrirtækið, verndar ungt fólk og styrkir samfélagslega ábyrgð. Um leið minnkar hætta á sektum, áminningum og ímyndarskaða sem getur haft alvarleg áhrif á rekstur til lengri tíma.
Starfsfólk sem þorir að spyrja
Ein stærsta breytan í reglubundnu alduseftirliti er áhrifin á starfsfólk því verkefnið:
Heldur starfsfólki vakandi og meðvituðu
Eykur öryggi og sjálfstraust í samskiptum við viðskiptavini
Styrkir sjálfsmynd starfsmanna og fagmennsku
Skapar sameiginlega ábyrgð innan fyrirtækisins
Þegar starfsfólk veit að það hefur skýran stuðning stjórnenda og skýrar verklagsreglur, þorir það frekar að biðja um skilríki – jafnvel í krefjandi aðstæðum.
Sterkari menning, sterkari rekstur
Aldurseftirlit snýst ekki um eftirlit eitt og sér, heldur um menningu. Fyrirtæki sem vinna stöðugt að vitundarvakningu og umbótum skapa heilbrigðara vinnuumhverfi, betri þjónustu og aukið traust viðskiptavina. Slík menning skilar sér í meiri stöðugleika, betri starfsánægju og sterkara vörumerki.

.png)


Comments